Fagmennska og öryggi

Nýjasta tækni ásamt gríðarlegri reynslu tryggir fljóta, örugga og faglega þjónustu fyrir alla sem þurfa á rannsóknum að halda.

Tákn fyrir opnunartíma

Opnunartími

Allar starfstöðvar okkar eru opnar  kl. 8.00 - 16.00

 

Allar bráðar ómskoðanir eins og grun um blóðtappa er hægt að framkvæma samdægurs á Egilsgötu.

Hröð þjónusta

Nú er hægt að framkvæma allar röntgenrannsóknir og tölvusneiðmyndir, sem ekki þarfnast sérstaks undirbúnings, samdægurs.  

Ef beiðni hefur verið send þarf ekki að panta tíma. 

Hægt er að koma á allar starfsstöðvar okkar frá kl. 8.00-15.30. 

Rafrænar niðurstöður

Allir heilbrigðisstarfsmenn geta fengið aðgang að rafrænum niðurstöðum rannsókna. Smelltu hér til þess að sækja um aðgang.

Hér þarf betri mynd sem sýnir HeartFlow in action

HeartFlow - hröð greining á ástandi hjartans

Í febrúar 2019 hóf Röngen Domus samstarf við fyrirtækið Heartflow Inc. í Bandaríkjunum við greiningu á kransæðarannsóknum.

Með þessari tækni erum við þau einu á Íslandi sem getum nú metið með vissu, (u.þ.b. 90%) hvort þörf sé á kransæðaþræðingu eftir slíka rannsókn.

Hægt er að sjá hvort breytingar á æðaveggjunum hafi marktæk áhrif á blóðfæði til hjartavöðvans og þannig hægt að vita hvort þurfi víkkun á æðinni með hjartaþræðingu.

Með Heartflow tækninni verður þessi greiningar vinna mun nákvæmari og ekki þarf að gera frekari “óþarfa” kransæðaþræðingu til að meta æðarnar betur og fækka þeim um allt að 60%.